Sjúkratrygging
Sjúkratrygging er fyrir þau sem vilja vera vel tryggð ef þau fá sjúkdóm og geta ekki stundað vinnu sína lengur. Tryggingin greiðir þér bætur vegna sjúkdóms ef til þess kemur að þú getur ekki sinnt vinnu þinni. Þá greiðir tryggingin þér örorkubætur ef þú nærð þér ekki að fullu eftir veikindin.
Þú ákveður upphæð bótanna og hvort þú viljir tryggja þig fyrir bæði dagpeningum og örorkubótum eða bara öðru hvoru.
Tryggingin bætir
Dagpeningar
- Mánaðarlegar bætur sem eru ígildi launa, ef þú veikist og getur ekki unnið.
- Bætur ef þú þarft að vera í sóttkví á heimili eða sjúkrahúsi að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda.
- Kostnað vegna læknisvottorða.
Örorkubætur
- Örorkubætur samkvæmt mati ef þú veikist og nærð þér ekki að fullu.
- Kostnað vegna læknisvottorða.
- Kostnað vegna tannbrots.
Tryggingin bætir ekki
- Þann hluta sem fellur undir biðtíma dagpeninga.
- Sjúkdómar sem áttu sér stað áður en tryggingin var tekin.
- Sjúkdóma af völdum ljósabaða, lækningameðferðar, skurðaðgerðar eða lyfjanotkunar, nema meðferðin sé að læknisráði vegna bótaskylds sjúkdóms og gerð á viðurkenndri heilbrigðisstofnun.
- Sjúkdóma af völdum eitraðra lofttegunda, nema eitrunin hafi orðið skyndilega.
- Sjúkdómar sem eru afleiðing neyslu áfengis eða fíkniefna.
- Sjúkdóma sem orsakast af völdum hryðjuverka og valda líffræðilegum eða efnafræðilegum áhrifum og/eða eitrunum, þ.m.t. vegna sýkla og veira.
- Bætur vegna starfsorkumissi sem kona verður fyrir á meðgöngutíma, við fæðingu eða fósturlát, nema ef missir starfsorkunnar sé af völdum fylgikvilla. Í slíkum tilfellum er biðtími eigi skemmri en einn mánuður.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.