Takmörkuð flutningstrygging
Flutningstryggingar eru fyrir þá sem láta flytja fyrir sig verðmæti með viðurkenndum flutningsaðila milli landa eða innanlands.
Takmörkuð flutningstrygging tryggir muni þína fyrir altjóni og er hugsuð fyrir flutninga á grófri vöru sem er ekki viðkvæm fyrir hnjaski. Ef verið er að flytja viðkvæmari farm, t.d. búslóðir eða vörur, er mælt með víðtækri flutningstryggingu sem veitir enn betri vernd í flutningum.
Tryggingin bætir
- Tjón vegna elds eða sprengingar.
- Tjón sem verður til þess að skip eða flutningsfar strandar, tekur niðri, sekkur eða hvolfir.
- Tjón af völdum þess að flutningstæki á landi hvolfir eða fer út af spori.
- Tjón af völdum þess að skip, flutningsfar eða flutningstæki rekst á eða snertir fastan eða fljótandi ytri hlut.
- Tjón af völdum losunar á farmi í neyðarhöfn.
- Tjón vegna jarðskjálfta, eldgoss eða eldingar.
- Samtjónsfórnir.
- Tjón sem verður vegna þess að farmi er varpað fyrir borð eða honum skolar fyrir borð.
- Tjón sem verður ef sjór eða ósalt vatn úr stöðuvatni eða á kemst í skip, flutningsfar eða flutningstæki, gáma, flutningsvagna eða geymslustað.
- Algert tjón á sjálfstæðum einingum sem falla fyrir borð eða detta niður við lestun eða losun skips, flutningsfars eða flutningstækis.
- Samtjónsframlög og björgunarkostnað sem jafnað er niður eða ákveðinn er samkvæmt flutningssamningnum og/eða gildandi lögum og venjum og stofnað er til í þeim tilgangi að forðast hvers konar tjón.
- Tjón vátryggðs vegna endurkröfu sem kann að falla á hann sem eiganda farms vegna sérreglu um ábyrgð í beggja sök í árekstri (Both to Blame Collision Clauses) í flutningssamningi.
Tryggingin bætir ekki
- Tjón vegna venjulegs leka, venjulegrar rýrnunar í þunga eða rúmmáli, eðlilegs slits eða tæringar á hinu vátryggða.
- Tjón vegna innri skemmdar eða eðlis hins vátryggða.
- Tjón vegna tafar, jafnvel þótt hún hafi orðið vegna bótaskylds tjóns.
- Tjón vegna gjaldþrots eða fjárhagslegra vanefnda eiganda skips, leigutaka eða rekstraraðila þess.
- Tjón vegna skemmdarverka.
- Tjón vegna farbanns, fartafar eða kyrrsetningar eða tilrauna til slíks og afleiðinga sem af því stafa.
- Tjón vegna tundurdufla, tundurskeyta, sprengja eða annarra yfirgefinna stríðsvopna.
- Tjón vegna hryðjuverka eða pólitískra aðgerða.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.