Hoppa yfir valmynd

Einföld kaskó­trygging
drátt­ar­véla

Tryggingin hentar þeim sem þurfa ekkiunderlinevíðtæka kaskótryggingu en vilja tryggja dráttarvélar og fasttengd tæki fyrir veltu, hrapi, eldsvoða, rúðutjóni og þjófnaði.

Tryggingin hentar sérstaklega vel eldri og verðminni dráttarvélum. Ekki er skilyrði að tæki sé í eigu eiganda dráttarvélar. Eigin áhætta er 20% í öllum tjónum.

Tryggingin bætir

  • Skemmdir á dráttarvélinni vegna veltu og hraps.
  • Skemmdir á landbúnaðartækjum sem eru fasttengd við dráttarvélina, þegar hún veltur eða hrapar.
  • Skemmdir á dráttarvélinni vegna eldsvoða, eldingar eða sprengingar vegna eldsvoða.
  • Skemmdir á dráttarvélinni vegna þjófnaðar eða ef tilraun er gerð til þjófnaðar á henni.
  • Brot á rúðum dráttarvélarinnar.

Tryggingin bætir ekki

  • Skemmdir vegna veltu, hraps eða eldsvoða, séu þær afleiðing áreksturs.
  • Skemmdir er stafa af hvers konar náttúruhamförum.
  • Skemmdir á hjólbörðum vegna veltu eða hraps.
  • Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
  • Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar