Áhafnatrygging
Áhafnatrygging er samsett trygging sem tekur til þeirra trygginga sem tengjast áhöfn skips. Tryggingin samanstendur af slysatryggingu sjómanna, líftryggingu, ábyrgðartryggingu útgerðarmanns og tryggingu fyrir eigum skipverja.
Slysa- og líftrygging eru lögboðnar en við mælum með ábyrgðartryggingu og tryggingu fyrir eigum skipverja til viðbótar svo að eigur og öryggi áhafna sé tryggt eins og best verður á kosið.
Tryggingin bætir
Slysatrygging sjómanna
Tryggingin greiðir bætur vegna slysa sem verða um borð í skipi og í vinnu í tengslum við rekstur skipsins. Bætur taka mið af siglinga- og skaðabótalögum. Einyrkjar geta valið takmarkaða slysatryggingu sem tekur eingöngu mið af siglingalögum. Tryggingin greiðir bætur vegna:
- Andláts vegna slyss
- Varanlegrar læknisfræðilegrar örorku
- Tímabundins missis starfsorku
Líftrygging
Tryggingin greiðir bætur sem taka mið af siglingalögum:
- Ef skipverji veikist um borð í skipi á meðan það er á siglingu og veikindin leiða hann til dauða innan tveggja mánaða.
Ábyrgðartrygging útgerðarmanns
- Beint líkams- eða munatjón þriðja manns vegna skaðabótaábyrgðar tryggðs sem fellur á skipverja samkvæmt íslenskum lögum.
Eigur skipverja
Trygging bætir tjón á eigum skipverja ef þær eyðileggjast:
- Við sjóslys.
- Við bruna.
Tryggingin bætir ekki
Slysatrygging sjómanna
- Ef atburður sem veldur meiðslum á sjómanni er ekki utanaðkomandi.
Líftrygging
- Ef veikindin, sem leiða til dauða skipverja, eru rakin til hryðjuverka eða hvers konar líffræðilegra eða efnafræðilegra áhrifa og/eða eitrunar, t.d. sýkla og veira eða þegar afleiðingar veikinda verða meiri vegna framangreindra atriða.
Ábyrgðartrygging útgerðarmanns
- Líkamstjón sem verður við út eða uppskipun þegar aðrir en áhöfn vinna verkið.
- Útgjöld vegna læknishjálpar, hjúkrunar, ferðakostnaðar eða útfararkostnaðar samkvæmt sjómannalögum.
- Eigur skipverja sem glatast eða skemmast við sjóslys, eldsvoða í skipi eða annað sjótjón.
- Sektir, málskostnað, eða önnur útgjöld í sambandi við refsimál.
- Tjón er leiðir af skaðabótaábyrgð sem fellur á útgerðarmann fiskiskips vegna starfsemi í landi, t.d. beitningar, frágangs, meðhöndlunar, veiðarfæra eða annarra skylda starfa. Þá áhættu má vátryggja sérstaklega.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.