Aflatrygging - frystur afli
Aflatrygging tryggir frystan afla um borð í skipi.
Tryggingin bætir
- Algert tjón ef afli ferst með skipinu.
- Algert tjón og hlutatjón ef það stafar beinlínis af því að skipið strandar, sekkur, því hvolfir eða það rekst á annað skip, fasta eða fljótandi hluti.
- Brunatjón.
- Þátttöku í samtjóni, samtjónskostnaði, hliðstæðum kostnaði og björgun.
- Tjón á frystum afla sem orsakast af sjóskaða, skyndilegum olíu eða vatnsleka úr leiðslum skipsins, leka frystivökvans eða óviðráðanlegri bilun eða stöðvun frystivéla eða frystikerfis.
Undanskilin eru tjón vegna breytinga á hitastigi nema bilun eða stöðvun frystivéla vari samfellt í það minnsta 24 klukkustundir.
Tryggingin bætir ekki
- Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.
- Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
- Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.