Hoppa yfir valmynd

Aflatrygging

Aflatrygging tryggir afla um borð í skipi og er aflinn tryggður í hverri veiðiferð þar til afla hefur verið landað.

Þar sem afli getur verið verðmætur þá bætir tryggingin tjón ef skip strandar, sekkur eða brennur.

Tryggingin bætir

  • Algert tjón ef afli ferst með skipinu.
  • Algert tjón og hlutatjón ef það stafar beinlínis af því að skipið strandar, sekkur, því hvolfir eða það rekst á annað skip, fasta eða fljótandi hluti.
  • Brunatjón.
  • Þátttöku í samtjóni, samtjónskostnaði, hliðstæðum kostnaði og björgun.

Tryggingin bætir ekki

  • Tryggingin bætir ekki þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.
  • Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
  • Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar