Ábyrgðartrygging heilbrigðisstarfsfólks
Ábyrgðartryggingu heilbrigðisstarfsfólks er ætlað að bæta tjón sjúklings/skjólstæðings eða þriðja aðila. Tryggingin er ekki skyldutrygging en við mælum með að sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk taki þessa tryggingu.
Tryggingin byggir á kröfugerðarreglu. Það þýðir að krafa eða vitneskja um kröfu þarf að hafa borist á meðan tryggingin er í gildi. Þó er það ekki skilyrði að tryggingin hafi verið í gildi þegar atburðurinn, sem olli tjóninu, átti sér stað.
Tryggingin bætir
Beint líkams- eða munatjón sjúklings/skjólstæðings eða þriðja aðila vegna skaðabótaábyrgðar hins tryggða sem fellur á hann samkvæmt íslenskum skaðabótalögum:
- Vegna hinnar tryggðu starfsemi.
- Sem eiganda eða notanda húss eða fasteignar sem notuð er við tilgreinda starfsemi.
Tryggingin bætir ekki
- Tjón vegna meðferðar sem fellur utan hefðbundins starfssviðs.
- Tjón vegna skemmda á erfðaefnum sjúklings.
- Tjón vegna tilrauna með lyf eða vegna klínískra tilrauna.
- Tjón sem leiðir af skaðsemisábyrgð er fellur á þig
- Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
- Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.