Ábyrgðartrygging ferðaheildsala og ferðasmásala
Ábyrgðartrygging ferðaheildsala og ferðasmásala tryggir þá sem skipuleggja og selja pakkaferðir, fyrir tjónum sem kunna að verða hjá viðskiptavinum sínum. Tryggingin er viðauki við ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar tryggðs og nær eingöngu til atvika sem falla utan gildissviðs þeirrar tryggingar.
Tryggingin bætir
- Tjón sem verður í pakkaferð sem hefst á tryggingartímabilinu.
- Tjón sem verður í pakkaferð þar til ár er liðið frá upphafi ferðarinnar.
Tryggingin bætir ekki
- Tjón sem tryggður tekur á sig ef ábyrgðin er víðtækari en bótaábyrgð hans vegna slyss á mönnum eða skemmda á munum af völdum ófullnægjandi pakkaferðar.
- Sektir og önnur viðurlög.
- Skemmdir á farangri farkaupa á meðan hann er í vörslu flutningsaðila.
- Tjón sem hið opinbera greiðir að einhverju leyti.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.