Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 21.03.2025

Vegna lokunar á Heathrow flugvelli

Við bendum á að ferðatafir og aflýsingar á flugum vegna lokunar á Heathrow flugvelli þann 21. mars falla hvorki undir skilmála ferðatryggingar heimilistryggingar né undir skilmála flestra ferðatrygginga kreditkorta.

Einungis eitt kreditkort sem við þjónustum fellur, í ákveðnum tilvikum, undir þetta atvik en það er Platinum / Premium / Business Icelandair kreditkort (skilmáli GT87). Þau sem eru með þetta kort og eiga bókaða ferð um Heathrow í dag geta tilkynnt tjón til okkar.

Við bendum öðrum, sem þetta atvik hefur áhrif á, að hafa samband við flugfélagið sitt eða Samgöngustofu.