Ökuvísir hlýtur tvær tilnefningar!
Við erum í skýjunum fyrir að hafa hlotið tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna. Ökuvísir hlýtur tilnefningu sem app ársins og tæknilausn ársins!
Í stað þess að bíða eftir að slysin eigi sér stað, viljum við koma í veg fyrir þau. Með forvarnir að leiðarljósi stuðlum við að því að viðskiptavinir okkar lendi síður í tjónum.
Ökuvísir er nýr valkostur í bílatryggingum þar sem hægt er að fá aðgang að appi sem veitir virka endurgjöf um hvað megi gera betur í umferðinni. Ökuvísir er eina bílatryggingin á Íslandi þar sem einungis tveir þættir hafa áhrif á verðið, þ.e. hvernig þú keyrir (aksturseinkunn) og hversu mikið þú keyrir.
Tæpt ár er síðan VÍS kynnti Ökuvísi til leiks. Á þeim tíma höfum við séð að viðskiptavinir okkar sem eru með Ökuvísi hafa stórbætt akstur sinn. Við getum því með sanni sagt að Ökuvísir virkar!
Þess vegna erum við í skýjunum með að Ökuvísir sé tilnefndur sem tæknilausn ársins og app ársins! Íslensku vefverðlaunin verða svo afhent 11. mars.
Þú getur prófað Ökuvísi í fjórtán daga án þess að kaupa trygginguna og þannig fengið vísbendingu um aksturseinkunn þína. Skoðaðu hvað tryggingin kostar miðað við mismunandi aksturseinkunn.