Ökuvísir fær Íslensku vefverðlaunin
Við erum í skýjunum yfir að Ökuvísir hafi fengið Íslensku vefverðlaunin. Ekki bara ein verðlaun heldur tvö, fyrir app ársins og tæknilausn ársins!
Umsögn um App ársins
"App ársins brúar bilið á milli þess að vera flókið í smíðum en sáraeinfalt í notkun. Flókin bakendavirkni sem skilar sér í einföldum niðurstöðum fyrir notandann. Appið er frumlegt í hönnun og notendaupplifun er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Það er vissulega áskorun að ná að leikjavæða app og viðhalda gæðum ásamt góðri virkni en app ársins gerir það svo sannarlega."
Umsögn um Tæknilausn ársins
"Tæknilausn ársins inniheldur flókið samspil reiknirita og gervigreinda á einstaklega frumlegan hátt. Þrátt fyrir flókna bakendavirkni skilaði lausnin frá sér gögnum á einfaldan, skýran og hnitmiðaðan hátt. Hönnuð og þróuð af kostgæfni á undraverðum hraða og verður að segjast að lausn þessi er vel að verðlaunum komin."
Það eru alltaf fleiri og fleiri að átta sig á hversu mikil snilld Ökuvísir er. Þeir sem eru með Ökuvísi lenda sjaldnar í slysum og Ökuvísir bætir líka heimilisbókhaldið.
Ökuvísir er nýr valkostur í bílatryggingum þar sem hægt er að fá aðgang að appi sem veitir virka endurgjöf um hvað megi gera betur í umferðinni. Ökuvísir er eina bílatryggingin á Íslandi þar sem einungis tveir þættir hafa áhrif á verðið, þ.e. hvernig þú keyrir (aksturseinkunn) og hversu mikið þú keyrir.
Þú getur prófað Ökuvísi í fjórtán daga án þess að kaupa trygginguna og þannig fengið vísbendingu um aksturseinkunn þína.