Um 20 vinnu- og skólaslys á dag
Á hverju ári eru að meðaltali skráð 5.691 vinnuslys hjá Slysaskrá Íslands hjá Landlæknisembættinu. Að auki berast að meðaltali 2.014 slys á börnum á skólatíma á ári til Slysaskrár Íslands. Þetta þýðir að dag hvern slasast um 20 einstaklingar í vinnu- og skólaslysum á dag. Vinnu- og skólaslys hafi því áhrif á mörg þúsund íslenskar fjölskyldur á einn eða annan hátt og hafa þannig víðtæk áhrif í íslensku samfélagi.
Slysin gera boð á undan sér
Undanfarin fimm ár hefur VÍS þróað, í samvinnu við fyrirtæki og sveitarfélög, skráningarkerfi sem kallast ATVIK. Tilgangurinn með ATVIK er að fækka vinnuslysum og skólaslysum og stuðla þar með að öruggari samfélagi. Til þess að fyrirtæki og stofnanir geti stuðlað að markvissu og sértæku forvarnarstarfi þarf að greina vandann. Mikilvægt er að fá yfirsýn yfir slysin: hvernig slys eru þetta, hversu oft gerast þau og hversu alvarleg eru þau?
Öryggismál og forvarnir
Forvarnaráðstefna VÍS verður haldin miðvikudaginn 12. febrúar nk. milli kl. 13 og 16, á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift ráðstefnunnar er ,,Hvað brennur á þínu fyrirtæki? Ráðstefnan, sem var fyrst haldin árið 2010, hefur skapað sér sess sem fjölsóttasti viðburður sinnar tegundar á Íslandi. Þar er kastljósinu beint að öryggismálum sem og forvörnum fyrirtækja og stofnana. Vel valdir sérfræðingar og stjórnendur á þessu sviði deila reynslu sinni með ráðstefnugestum.
Rúsínan í pylsuendanum er svo hvaða fyrirtæki hlýtur forvarnaverðlaun VÍS.
Öflugir fyrirlesarar
- Bergur Ebbi, rithöfundur og ljóðskáld, ætlar að fjalla málefni fjórðu iðnbyltingarinnar, svo sem gervigreind, sjálfvirknivæðingu, framtíð starfa og breytt gildismat nýrra kynslóða. Hvernig á að hlúa að fólki í framtíðinni, bæði innan og utan vinnustaðar?
- Gísli Nils Einarsson, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, ætlar að fjalla um þróun skráningarkerfisins ATVIK og þeirra nýjunga sem þar eru framundan.
- Elfa Þöll Grétarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun hjá Landspítala, ræðir um hver beri ábyrgð á kulnun.
- Kristján Kristinsson, öryggisstjóri hjá Landsvirkjun, ræðir um hvort öruggur vinnustaður sé trygging fyrir vellíðan á vinnustað.
- Magnús S. Þorsteinsson, forstjóri Blue Car rental, ætlar að fjalla um örugga bílaleigubíla í óöruggum aðstæðum.
- Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, ætlar að velta því upp hvort við séum að virða leikreglur.
- Fundarstjóri er Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans.