Hoppa yfir valmynd

SOS International

Ef þú lendir í alvarlegu slysi eða ófyrirséðum og alvarlegum veikindum á ferðalagi erlendis, þarf sú sjúkrastofnun sem þú leitar til að fá ferðatrygginguna þína staðfesta. Tilkynna þarf málið til SOS International og ef ferðatrygging er fyrir hendi sér SOS International um að staðfesta hana og greiða fyrir þá þjónustu sem þér er veitt sé málið bótaskylt.

Hjá SOS International er sólarhringsvakt þar sem sérþjálfað starfsfólk getur einnig aðstoðað þig við að útvega lækni, sjúkrahúsvist og heimflutning.

Hægt er að tilkynna til SOS International með því að hringja eða fara í gegnum rafrænt ferli

Aðrar upplýsingar

SOS International

+45 3848 8080