Hoppa yfir valmynd

SOS International

Ef þú lendir í alvarlegu slysi eða ófyrirséðum og alvarlegum veikindum á ferðalagi erlendis er nauðsynlegt að tilkynna málið til SOS International en þar er vakt allan sólarhringinn. Ef ferðatrygging er fyrir hendi sér SOS International um að staðfesta trygginguna hjá þeirri sjúkrastofnun sem þú leitar til og greiðir fyrir þá þjónustu sem þér er veitt, sé málið bótaskylt.

Sérþjálfað starfsfólk SOS International veitir einnig læknisfræðilega ráðgjöf, meðal annars hvort best er að fá meðferð á staðnum eða fara fyrr heim auk þess að sjá um breytingar á flugi, tryggja betri flugsæti og skipuleggja sjúkraflug ef þörf krefur.

Hægt er að tilkynna til SOS International með því að hringja eða fara í gegnum rafrænt ferli

Af hverju er nauðsynlegt að tilkynna málið til SOS International?

  • Sjúkrakostnaður erlendis getur kostað milljónir króna. Ef þú bókar aðgerð eða ferð heim af sjúkrastofnun erlendis án samráðs við SOS International eða VÍS gætir þú þurft að leggja út fyrir þjónustunni á staðnum.
  • Ef þú hefur strax samband við SOS International eða VÍS tryggir þú að þú fáir rétta aðstoð, á réttum tíma og forðast að þurfa að leggja út háar fjárhæðir.

Aðrar upplýsingar

  • Gott er að hafa Evrópska sjúkratryggingakortið (bláa kortið) alltaf meðferðis á ferðalögum erlendis. Hægt er að framvísa því ef leitað er til læknis sem starfar innan opinbera sjúkratryggingakerfis EES.
  • Ef um minniháttar slys eða veikindi er að ræða eins og kvef, flensu eða magavandamál þarf ekki að hafa samband við SOS International. Í slíkum tilvikum greiðir þú sjúkrakostnað og geymir reikningana og læknisfræðileg gögn. Nauðsynlegt er að láta öll gögn fylgja með þegar þú tilkynnir tjónið til okkar.
  • Nánari upplýsingar um staðfestingu ferðatryggingar.
  • Nánari upplýsingar um viðbrögð við ferðatjóni.
  • Þú getur séð yfirlit yfir tryggingarnar þínar í VÍS appinu eða með því að skrá þig inn á vefinn okkar.

SOS International

+45 3848 8080