Hoppa yfir valmynd

Kaupa eða selja bíl

Við getum öll lent í aðstæðum í umferðinni sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. Þegar þú kaupir þér bíl þarft þú samkvæmt lögum að tryggja hann með lögboðinni ökutækjatryggingu. Þú getur svo valið hvort þú viljir kaupa bílrúðutryggingu og kaskótryggingu.

Það þarf að tilkynna eigendaskipti skráningarskyldra ökutækja til Samgöngustofu. Eftir að eigendaskiptin hafa verið tilkynnt eru þær upplýsingar sendar til okkar. Þú þarft því ekki að láta okkur vita ef þú selur bílinn þinn.

Í spurningasafninu okkar finnur þú svör við mörgum algengum spurningum.

Við mælum með að þú skoðir þessar tryggingar!

Lögboðin ökutækjatrygging
Bílrúðutrygging
Kaskótrygging

Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef þú hefur einhverjar spurningar — við aðstoðum þig með ánægju.

Fleiri lífsviðburðir

Kaupa fast­eign

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að passa upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar ef þú lendir í því að það verður tjón á fasteigninni.

Eignast barn

Þegar fjölskyldan stækkar og ábyrgðin eykst er mikilvægt að vera rétt tryggður því við eigum það öll sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki.

Eignast dýr

Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns. Við bjóðum einungis upp á dýratryggingar ef þú ert með aðrar tryggingar hjá okkur.

Flytja erlendis og aftur heim

Við flutninga erlendis þarf að huga að ýmsu, meðal annars tryggingum. Þú getur sagt sumum tryggingum upp áður en þú ferð en skynsamlegt er að skoða kaup á tryggingum eins og flutningstryggingum og sjúkrakostnaðartryggingu.

Veikjast eða slasast

Þegar nýr veruleiki vegna veikinda eða slyss blasir við okkur, förum við að skoða hvaða tryggingavernd við höfum og hvaða málum þarf að sinna. Þetta getur verið allt frá því að fá vottorð hjá lækni eða einfaldlega að stíga fyrsta skrefið og tilkynna málið til okkar.

Fara á eftir­laun

Á eftirlaunaaldri eru börnin flogin úr hreiðrinu og margir kjósa að flytja í minna húsnæði. Þetta er því góður tími til þess að yfirfara tryggingaverndina og skoða sérstaklega hvort verðmæti innbús er rétt metið og hvort tilefni sé til að fara í minni F plús fjölskyldu- og innbústryggingu.