Kaupa eða selja bíl
Við getum öll lent í aðstæðum í umferðinni sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. Þegar þú kaupir þér bíl þarft þú samkvæmt lögum að tryggja hann með lögboðinni ökutækjatryggingu. Þú getur svo valið hvort þú viljir kaupa bílrúðutryggingu og kaskótryggingu.
Það þarf að tilkynna eigendaskipti skráningarskyldra ökutækja til Samgöngustofu. Eftir að eigendaskiptin hafa verið tilkynnt eru þær upplýsingar sendar til okkar. Þú þarft því ekki að láta okkur vita ef þú selur bílinn þinn.
Í spurningasafninu okkar finnur þú svör við mörgum algengum spurningum.
Við mælum með að þú skoðir þessar tryggingar!
Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef þú hefur einhverjar spurningar — við aðstoðum þig með ánægju.