Ábyrgðartrygging atvinnurekstrar
- Samkvæmt íslenskum lögum bera menn skaðabótaábyrgð á tjóni sem þeir valda öðrum með saknæmum og ólögmætum hætti. Þessi regla er nefnd sakarregla og er grundvallarregla í íslenskum rétti.
- Ábyrgðartrygging atvinnurekstrar er ætluð fyrirtækjum og rekstraraðilum í þeim tilgangi að bæta tjón þegar skaðabótaábyrgð skapast.
Slysatrygging launþega
- Atvinnurekendur eru samkvæmt kjarasamningum skyldugir að bæta slys sem starfsfólk verður fyrir í vinnu sinni. Slysatrygging launþega er sniðin að þörfum atvinnurekenda til að uppfylla skyldur sínar gagnvart starfsfólki sínu.
- Bótafjárhæðir byggja á kjarasamningum við stéttarfélög. Í vissum tilfellum gildir tryggingin einnig í frítíma ef kjarasamningar segja til um það.
Lausafjártrygging
- Lausafjártrygging nær til þeirra muna sem ekki eru hluti af húseign. Má þar nefna vélar, lager, tölvubúnað, húsgögn og verkfæri. Tryggingin bætir tjón vegna bruna en einnig er hægt að bæta við vernd vegna vatnstjóna, innbrota, óveðurs og tjóna á kæli- og frystivörum.
- Við tjón verður oft mikill kostnaður vegna hreinsunar, förgunar og uppsetningar sem hægt er að tryggja sérstaklega. Tryggingunni fylgir vernd fyrir náttúruhamförum frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
Algengar spurningar frá fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri
Hér er yfirlit yfir helstu spurningar sem við fáum frá fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri. Fleiri spurningar má finna í spurningasafninu okkar.
Algengar spurningar
Innskráning og aðgangsheimildir
Ég er að hefja rekstur, hvaða tryggingar á ég að hafa?
Hvernig get ég fengið tilboð í tryggingar fyrir fyrirtækið mitt?
Þarf ég að láta VÍS vita af kaupum eða sölu á ökutæki?
Þarf ég að láta VÍS vita ef ég legg inn númer ökutækis?
Starfsábyrgðartrygging byggingarstjóra
Hvernig er innheimtuferlið hjá ykkur?