Hoppa yfir valmynd

Vísitölur og opinber gjöld

Á hverju ári eru bótafjárhæðir og verð flestra trygginga endurskoðuð með tilliti til verðlagsvísitalna Hagstofu Íslands. Það er mismunandi hvaða vísitölur hafa áhrif á hvaða tryggingu. Í listanum hér fyrir neðan er samantekt á vísitölum sem hafa áhrif á viðskiptakjör og tryggingar þínar hjá VÍS. Á síðunni endurnýjun trygginga getur þú séð upplýsingar um breytingar á viðskiptakjörum umfram vísitöluhækkanir og ástæðu þeirra.

Samkvæmt gildandi lögum ber tryggingafélögum að innheimta ákveðin opinber gjöld samhliða tryggingum. Gjöldin renna til opinberra sjóða og stofnana sem annast forvarnir, öryggi og viðbragðskerfi í tengslum við náttúruvá og mannvirki.

Vísitölur

Öku­tækja­trygg­ing­ar fylgja þrem­ur mis­mun­andi vísi­töl­um. Þeim er ætlað að end­ur­spegla verðbreyt­ing­ar á því sem bætt er úr hverri trygg­ingu og hafa þær áhrif á verð trygginga. Vísi­töl­urn­ar eru unn­ar af óháðum þriðja aðila.

  • Vísitala lögboðinnar ökutækjatryggingar er annars vegar reiknuð út frá slysakostnaði sem fylgir launavísitölu og hins vegar kostnaði munatjóna sem tekur meðal annars tillit til vinnu við bifreiðaviðgerðir, verð á varahlutum og afskrifta af kaupverði bifreiða.
  • Vísitala slysatrygginga ökumanns og eiganda er reiknuð út frá slysakostnaði sem fylgir launavísitölu.
  • Kaskó- og bílrúðutryggingar fylgja vísitölu húftrygginga og byggja meðal annars á kostnaði vegna vinnu við bifreiðaviðgerðir, varahluta, afskrifta af kaupvirði bifreiða og eigin áhættu.
  • Aðrar tryggingar miða við vísitölu neysluverðs nema annað komi fram í skírteini eða skilmála tryggingarinnar.

Opinber gjöld

  • Náttúruhamfarasjóður. Innheimt með brunatryggingum fasteigna og lausafjár og rennur til Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) sem sér um tryggingu vegna náttúruhamfara.
  • Byggingaröryggisgjald. Innheimt með brunatryggingum fasteigna og lausafjár og rennur til Húsnæðis og mannvirkjastofnunar (HMS) sem sér m.a. um eftirlit með mannvirkjagerð.
  • Ofanflóðasjóður. Innheimt með brunatryggingum fasteigna og rennur til Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) sem sér um tryggingu vegna náttúruhamfara.
  • Forvarnargjald. Innheimt með brunatryggingum fasteigna og rennur í sérstakan sjóð til verndar innviðum vegna náttúruhamfara.
  • Matsgjald. Innheimt með brunatryggingum húseigna og rennur til Húsnæðis og mannvirkjastofnunar (HMS) til að standa straum af kostnaði við fasteignaskrá.

Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef eitthvað er óljóst — við aðstoðum þig með ánægju.