Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 06.05.2025

VÍS og Íslandsbanki taka höndum saman

Í dag hófst samstarf milli VÍS og Íslandsbanka sem tryggir aukinn ávinning fyrir viðskiptavini og enn betri þjónustu.

Viðskiptavinir sem eru með heimilistryggingu hjá VÍS og virkt kort hjá Íslandsbanka tryggja sér demantskjör í vildarkerfi VÍS og sérsniðin tilboð í Fríðu, fríðindakerfi Íslandsbanka. Núna er hægt að sjá tryggingar VÍS í Íslandsbankaappinu og sömuleiðis óska eftir tilboði í tryggingar.

Góð þjónusta skiptir okkur öllu máli og frá 6. maí verða þjónusturáðgjafar VÍS í útibúum Íslandsbanka í Norðurturni, Suðurlandsbraut 14 og Dalbraut 1 á Akranesi.

„Við erum mjög spennt að hefja þetta samstarf við Íslandsbanka. Markmiðið er að bæta upplifun viðskiptavina okkar og skapa aukinn ávinning og förum við nú í loftið með afrakstur mikillar vinnu síðustu mánaða. Með því að sameina krafta okkar gerum við viðskiptavinum okkar kleift að fá bæði fjármála- og tryggingaþjónustu á einum stað“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS.

„Þetta eru sannarlega tímamót í þjónustuframboðinu hjá okkur þar sem viðskiptavinir geta nú séð tryggingar og fjármál undir einum hatti í Íslandsbankaappinu. Samstarfið er mikilvægur hlekkur í þeirri stefnu okkar að efla fjárhagslegu heilsu okkar viðskiptavina og við erum spennt að sjá boltann rúlla af stað af krafti“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka.

Nánar um samstarfið.