VÍS hlýtur Jafnvægisvog FKA í sjöunda sinn!
Við erum ákaflega stolt af því að hafa tekið við viðurkenningu Jafnréttisvogar FKA við hátíðlega athöfn á dögunum.

VÍS gaf út sína fyrstu jafnréttisstefnu árið 2001 og hefur síðan þá unnið með markvissum hætti að jafnréttismálum. Það er því mikið gleðiefni nú líkt og síðustu ár að fá viðurkenningu fyrir árangur þeirrar vinnu.
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni FKA en viðurkenninguna hljóta þau fyrirtæki sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. Í ár er fjöldi viðurkenningarhafa alls 128 en það eru þeir þátttakendur sem náð hafa markmiði verkefnisins.
Viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA fylgir tré að gjöf til gróðursetningar í Jafnréttislundi FKA, sem viðurkenningarhafar gróðursetja sjálfir í lundinum. Með því geta þátttakendur lagt sitt af mörkum til að draga úr kolefnisfótspori og jafnframt sýnt stuðning við jafnréttismál með táknrænum hætti.