Við tryggjum bílinn þinn í útlöndum
Hjá okkur eru bílar tryggðir gagnvart stuldi með kaskótryggingu í Evrópska efnahagssvæðinu, Bretlandi og í Sviss og á það líka við í Ökuvísi.

Tryggingin gildir í allt að 92 daga frá brottfarardegi en hægt er að framlengja gildistímann gegn greiðslu og þarf að hafa samband við okkur til þess.
Við minnum fólk á að það þarf alltaf að gæta þess að bíllinn sé öruggur sé farið frá honum. Gluggar lokaðir, hurðar og skott læst og lyklar geymdir á öruggum stað. Verðmæti ætti ekki að geyma í bílnum og á það við hvort sem það er í útlöndum eða hér á landi.
Ef þú lendir í því að bílnum þínum sé stolið þarftu að tilkynna það sem fyrst til lögregluyfirvalda í viðkomandi landi sem rannsakar málið. Þú getur svo tilkynnt tjónið til okkar hér á vis.is