Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 26.09.2025

Verum viðbúin veðrinu

Gert er ráð fyrir mikilli úrkomu föstudagskvöldið 26. september. Veitur vara við því að hætta er á að vatn flæði upp úr niðurföllum ef lagnir fyllast tímabundið af rigningarvatni.

Gott er að vita hvað skal gera ef til þess kemur að vatn flæði upp úr niðurföllum, bæði úti og innandyra.

Útiniðurföll

  • Við óvenjumikla úrkomu geta útiniðurföll flætt yfir.
  • Mælt er með að loka hurðum og þétta veikburða svæði eins og unnt er.
  • Ef niðurföll utandyra eru stífluð er æskilegt að reyna að hreinsa þau þegar það er öruggt og veður leyfir.

Inni niðurföll

  • Ef vatn kemur upp um niðurföll inni er mögulegt að dæla því annað.
  • Ekki dæla vatni í baðkar eða niðurföll utandyra, þar sem þau eru yfirleitt tengd sama kerfi og vatnið myndi þá einfaldlega koma aftur inn.
  • Betra er að reyna að dæla vatninu út í garð eða annað svæði utandyra.
  • Ef það er dæla í kjallaranum hjá þér athugaðu hvort hún sé í gangi og hreinsaðu dæluna og dælubrunninn ef þarf. Hafðu samband við pípara ef þú þarft aðstoð.
  • Ef ekki er hægt að ná tökum á lekanum þarf að hringja á dælubíl eða stífluþjónustu.

Ef þú lendir í vatnstjóni eða öðru umfangsmiklu fasteignatjóni og veist ekki hvert þú átt að snúa þér — getur þú hringt í neyðarþjónustu VÍS í síma 560 5000. Við erum á vakt allan sólarhringinn og leiðbeinum þér um næstu skref.