Vegna gjaldþrots Play
Tjón vegna gjaldþrots flugfélags eða ferðaskrifstofu fellur ekki undir ferðatryggingar hjá okkur. Réttarstaða farþega í slíkum tilvikum fer þó eftir því hvaða þjónusta var keypt, hvar hún var keypt og af hverjum.

English below
---
Ef ferð hefur ekki hafist og flugi er aflýst vegna gjaldþrots flugfélags
- Hægt er að lýsa kröfu í þrotabú flugfélagsins.
- Ef farseðill var greiddur með greiðslukorti, er hægt að óska eftir endurgreiðslu hjá kortaútgefanda, sem er gert í gegnum þinn viðskiptabanka.
- Ef ferðin var bókuð hjá ferðaskrifstofu þá er gott að heyra í þeim.
Ef farþegi er staddur erlendis þegar flugfélag verður gjaldþrota
- Ef farseðill var greiddur með greiðslukorti, er hægt að óska eftir endurgreiðslu hjá kortaútgefanda það er gert í gegnum bankann þinn.
Þó slíkar aðstæður falli ekki undir ferðatryggingar hjá okkur, viljum við tryggja að þú hafir sem besta yfirsýn yfir rétt þinn og næstu mögulegu skref. Nánari upplýsingar og ráðgjöf má nálgast hjá Neytendastofu og Samgöngustofu.
---
The icelandic airline Play ends operations
Damage resulting from the bankruptcy of an airline or travel agency is not covered under our travel insurance. However, the rights of passengers in such cases depend on what service was purchased, where it was purchased, and from whom.
If the trip has not yet started and the flight is canceled due to the airline's bankruptcy:
- You can file a claim with the airline's bankruptcy estate.
- If the ticket was paid for with a credit card, you can request a refund through your card issuer, which is done via your bank.
- If the trip was booked through a travel agency, it's advisable to contact them.
If the passenger is abroad when the airline goes bankrupt:
- If the ticket was paid for with a credit card, you can request a refund from the card issuer — this is done through your bank.
Although such situations are not covered by our travel insurance, we want to ensure that you have the best possible overview of your rights and the next possible steps.
Further information and guidance can be obtained from the Consumer Agency of Iceland (Neytendastofa) and the Icelandic Transport Authority (Samgöngustofa).