Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 03.07.2025

Það kostar þig ekkert að láta gera við

Sumarið er tími ferðalaga og samveru með vinum og fjölskyldu. Bíllinn er oftar en ekki ferðamátinn og hvetjum við öll til að hafa öryggið að leiðarljósi.

Töluverð aukning hefur verið á framrúðutjónum hjá viðskiptavinum okkar og ef þú verður svo óheppinn að fá stein í rúðuna þá margborgar sig að láta gera við hana.

  • Til að hægt sé að gera við má skemmdin ekki vera stærri en kóktappi og ekki í sjónlínu ökumanns.
  • Það kostar þig ekkert að láta gera við rúðuna.
  • Ef skipt er um rúðu þá greiðir þú 20% í sjálfsábyrgð.
  • Ef á að gera við settu bílrúðulímmiða yfir skemmdina.

Í appinu okkar getur þú nálgast bílrúðulímmiða til að setja yfir ef sprunga myndast og þá er gott er gera það sem fyrst því skítur og raki má ekki setjast í sárið. Svo er bara að láta gera við hana sem fyrst og oft er bara hægt að bíða meðan það er gert.

Njótum sumarsins og öruggra ferða í sumar og munum að gott bil yfir í næsta bíl og minni hraði þegar bíl er mætt á malarvegi minnkar líkur á grjótkasti.