Skólar að byrja
Nú þegar skólar eru að hefjast á ný þéttist umferð með aukinni hættu á aftanákeyrslum og gangandi og hjólandi krakkar verða meira áberandi í kringum skólalóðir.

Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að þau séu endilega með alla athyglina á umferðinni og því er mikilvægt að ökumenn séu vel vakandi.
Þetta er því tilvalinn tími til að ræða við börnin um umferðaröryggi og það sem eykur öryggi þeirra í umferðinni.
- Allir noti alltaf réttan öryggisbúnað í bílnum
- Fyrir þau sem eru yngri en 12 ára þá er aftursætið öruggast
- Ef barnið er lægra en 150 sm á hæð þá má ekki sitja fyrir framan virkan loftpúða
- Ef barnið ferðast á hjóli að hafa hjálminn í lagi og rétt stilltan
- Vera með endurskinsmerki á tösku og úlpu
- Muna að tónlist í eyrum og skjánotkun síma eykur slysahættu
- Velja öruggustu leiðina í skólann, en ekki endilega stystu
- Líta tvisvar í báðar áttir áður en farið er yfir götu