Öryggisvörur rjúka út í VÍS appinu
Frá áramótum hafa yfir tvö þúsund öryggisvörur verið gefnar til viðskiptavina sem hafa óskað eftir þeim í gegnum VÍS appið. Bílrúðusköfur og endurskinsmerki hafa verið vinsælastar upp á síðkastið enda nauðsynjavörur yfir vetrarmánuðina.

„Okkur hefur verið umhugað um öryggi viðskiptavina okkar um áratugaskeið og hefur dreifing á öryggisvörum verið stór hluti að því enda öllum nauðsynlegt að vera vel búinn af þeim,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum.
VÍS appið kom út árið 2022 og eykur aðgengi að öryggisvörum til muna. „Hér áður fyrr þurfti fólk að heyra í okkur eða koma í heimsókn til að fá upplýsingar um hvað væri í boði en til að ýta undir notkun á öryggisvörum þarf að vera auðvelt að sjá hvað er í boði og geta óskað eftir þeim á einum stað. VÍS appið leysti það mjög vel og hafa vörurnar verið mjög vinsælar æ síðan,“ bætir Sigrún við.
Barnabílspeglar slá í gegn
Barnabílspeglar hafa verið í boði fyrir nýbakaða foreldra í um tvö ár og hafa rúmlega 2.100 speglar ratað inn í bíla viðskiptavina okkar. „Barnabílspegill er kannski ekki efst á listanum þegar það bætist í fjölskylduna en við erum stolt að hjálpa foreldrum að hafa augun á því dýrmætasta í lífi þeirra,“ segir Sigrún.
Meira í boði
Það eru ekki bara öryggisgjafir sem standa viðskiptavinum til boð heldur má þar sjá afslætti frá samstarfsaðilum „Við erum búin að afla afslátta hjá mörgum samstarfsaðilum fyrir viðskiptavini okkar sem tengjast öryggi, heilsu og vellíðan sem við hvetjum fólk til að nýta sér,“ segir Sigrún að lokum en vinsælast hefur verið afsláttur í aðalskoðun, af barnabílstólum og dekkjum.