Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 01.10.2025

Málþing Eldvarnabandalagsins haldið 9. okt

Málþing Eldvarnabandalagsins verður haldið fimmtudaginn 9. október kl. 13:00 í Norræna húsinu. Aðgangur er ókeypis og hvetjum við öll sem hafa áhuga á eldvörnum til að mæta.

Dagskrá málþings Eldvarnabandalagsins

Dagskrá málþingsins er fjölbreytt og hentar öllum sem láta sig forvarnir og öryggi varða. Sex ólík erindi verða á dagskrá þar sem fjallað verður m.a. um eldvarnafræðslu fyrir börn, logavinnu, gróðurelda, öryggi slökkviliðsmanna, tölfræði bruna og hvað tjón getur orðið mikið þó svo eingöngu lítill hlutur brenni.

Tengill fyrir skráningu vísar inn á síðu Landsbjargar en fyrir þau sem ekki geta mætt í Norræna húsið er hægt að skrá sig í streymi.

Eldvarnabandalagið er samstarfsvettvangur 10 fyrirtækja og stofnana um auknar eldvarnir og hefur VÍS verið aðili að því allt frá 2010 þegar bandalagið var stofnað.