Í fyrsta sinn geta öll fyrirtæki sótt um Forvarnaverðlaun VÍS
Forvarnaverðlaun VÍS hafa verið afhent árlega allt frá 2010. Í ár markar tímamót, því í fyrsta sinn geta öll fyrirtæki landsins sótt um verðlaunin, óháð því hvar þau eru tryggð.

Forvarnaverðlaunin eru afhent fyrirtækjum sem þykja skara fram úr í öryggismálum og eru öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd. Horft til sterkrar öryggismenningar og markvissrar vinnu við að efla öryggisvitund og öryggishegðun í úthlutun. Verðlaunað er í tveimur flokkum, fyrirtæki með færri en 100 starfsmenn og fyrirtæki með fleiri en 100 starfsmenn.
Með því að draga fram góð dæmi úr atvinnulífinu vill VÍS styrkja umræðu og vitund um mikilvægi öryggis- og forvarnastarfs. Með því að opna umsóknarferlið fyrir öll fyrirtæki vill VÍS tryggja að öll fyrirtæki landsins fái tækifæri til að deila sinni reynslu og eiga mögleika á að fá viðurkenningu fyrir sitt góða starf.
Sigurvegarar Forvarnaverðlauna VÍS 2026 verða kynntir á Forvarnaráðstefnu félagsins 12. mars nk. í Hörpu.
Umsóknir með eftirfarandi upplýsingum sendist á forvarnir@vis.is.
- Nafn fyrirtækis
- Kennitala fyrirtækis
- Atvinnugrein
- Fjöldi starfsstöðva
- Fjöldi starfsmanna
- Nafn, netfang og símanúmer tengiliðs