Gleymum ekki eldvörnunum heima
Aðventan og jólin eru tími kertaljósa, skreytinga og notalegrar stemningar. Aukinn notkun sería, kertaljósa og eldamennsku eykur hættu á að eitthvað geti farið úrskeiðis og eldur orðið laus.

Verum meðvituð og gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir að það gerist en því miður þá sýnir tölfræði okkar að flestir brunar verða einmitt á þessum tíma og fram í janúar.
Pössum upp á
- … að skraut sé ekki nærri logandi kerti eða það skilið eftir eitt.
- … að skipta glóperuseríum út fyrir LED seríu.
- … að gæta þess að ofhlaða ekki fjöltengi.
- … að skipta út biluðum seríum eða rafmagnstækjum.
- … að slökkva á eldavélinni þegar farið er úr eldhúsinu.
- … að hlaða rafmagnstæki á hörðu undirlagi og skilja hleðslutækið ekki eftir í sambandi þegar það er ekki í notkun.
- … að hlaða rafmagnstæki ekki yfir nóttu, sérstaklega hlaupahjól.
Höfum þetta alltaf til staðar
- Virka reykskynjarar í öllum rýmum.
- Yfirfarið 6 kg slökkvitæki staðsett við flóttaleið.
- Sýnilegt eldvarnateppi eldhúsinu.
- Virkan gasskynjara ef gaseldavél er til staðar.
Við mælum með LED kertum þar sem þau eru örugg í notkun og gefa svipað útlit og hefðbundin kerti.