Ferðumst örugglega í sumar!
Margir eru á ferðinni yfir sumartímann og helgarnar án efa annasamastar hvað það varðar.

Öll viljum við að ferðalög okkar endi vel og séu án leiðinda uppákoma. Þar skiptir varkárni hvers og eins miklu máli. Sama hvort er í umferðinni, við grillið eða bara í gönguferðinni. Gott er að hafa eftirfarandi í huga:
Umferðin
- Virða hámarkshraða
- Allir séu í réttum öryggisbúnaði
- Muna að akstur og áfengi eða önnur vímuefni eiga aldrei samleið
- Gæta að nægu bili milli bíla
- Sleppa símanum við akstur
- Huga að öruggum aðstæðum við framúrakstur
- Nota stefnuljós vel í tíma
- Gæta að umferð, bæði fyrir framan og aftan, þegar beygt er út af þjóðvegi
- Draga úr hraða þegar farið er yfir á malarveg
- Gæta að góðri hvíld fyrir akstur
Grillið
- Passa upp á börn í kringum grillið
- Gæta að hættu á gróðureldi
- Ekki setja kolagrill beint á jörðina
- Kveikja í gasgrilli um leið og skrúfað er frá gasinu
Gönguferðin
- Skoða veðurspá
- Láta vita af ferðum sínum
- Velja góða skó
- Vera í nokkrum lög af fötum
- Hafa orkuríkt nesti
- Fara stikaðar leiðir ef kostur er
- Hafa fjarskipti meðferðis