Ekkert sýnilegt í bílnum!
Margir eru þessa dagana að undirbúa jólin. Eitt af því er kaupa jólagjafir eða sækja þær sem búið er að panta.

Við hvetjum alla til þess að skilja ekkert sýnilegt eftir í bílnum. Verðmæti eins og íþróttataska, fartölva, kassi eða verslunarpoki freista innbrotsaðila og oft á tíðum er tjónið á bílunum sem verður þegar rúða er brotin eða lás pikkaður upp meira en verðmæti þess sem stolið er.
- Höfum ekkert sýnilegt í bílnum.
- Leggjum bílnum á áberandi stað.
- Leggjum bílnum þar sem lýsing er góð.
- Læsum hurðum og lokum gluggum.
Gullna reglan er ef ekkert sést þá er litlu til að stela.