Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 17.01.2025

Ánægðari og ánægðari viðskiptavinir

VÍS heldur áfram að ná góðum árangri í Íslensku ánægjuvoginni og hækkar um sæti annað árið í röð.

Guðný Helga Herbertsdóttir forstjóri VÍS

„Við lítum á þetta sem viðurkenningu á að við séum á réttri leið,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS. „Við hækkuðum okkur upp í þriðja sætið í fyrra og höfum nú náð öðru sætinu í fyrsta sinn í sautján ár sem sýnir að aukin áhersla á að veita góða þjónustu til viðskiptavina okkar eru að virka.“

Viðskiptavinir í fyrsta sæti

Viðskiptavinurinn hefur verið í forgrunni í allri vinnu VÍS síðustu ár. Þetta er þýðir að áhersla hefur verið lögð að mæta fólki þar sem það er – hvort sem það er með stafrænum lausnum eða augliti til auglits. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að tryggja aðgengi að þjónustu, bæði í borg og út á landi. Með því að hlusta á raddir viðskiptavina og bregðast við þeirra þörfum og væntingum hafa þjónustuferlar og vöruframboð orðið aðgengilegra og skilvirkari.

„Ánægja viðskitpavina er mikilvægur mælikvarði á það sem skipti máli – hvernig viðskiptavinir upplifa þjónustu okkar,“ segir Guðný Helga. „Við erum stöðugt að endurskoða þjónustuna okkar, samskiptin og tryggingarnar og alla þætti sem snerta upplifun viðskiptavina. Ánægja og traust þeirra eru verðmætasta eign okkar.“

Hvatning til að gera enn betur

Þó árangurinn sé frábær, er þetta einnig hvatning til að halda áfram og gera betur. „Ég vil þakka okkar frábæra starfsfólki fyrir ómetanlegt framlagt. Það er þeirra vinna, samheldni og metnaður sem gerir þennan árangur mögulega. Við erum ótrúlega stolt af liðsheildinni okkar og þeim mikla krafti sem býr í fólkinu okkar.“ bætir Guðný við.