Vetrarakstur getur verið strembinn
„Það getur verið vandasamt að keyra í erfiðri færð um vetur en þá er nauðsynlegt sem aldrei fyrr að vera með alla athygli á veginum“ segir Benedikt Hreinn Einarsson sérfræðingur i ökutækjatjónum hjá VÍS.
Góð ráð fyrir vetrarakstur
Bílbelti, rétt stilltur höfuðpúði og góð dekk eru atriði sem öll þurfa að vera meðvituð um allan ársins hring en á veturna sérstaklega þarf að hægja á sér þegar skyggni er slæmt eða hálka og snjór á vegum og passa vegalengd á milli bifreiða. Til að mynda þá er hemlunarvegalengd á 90 km/klst hraða allt að fjórfalt meiri þegar það er hálka og þá eru við ekki að tala um flúgandi hálku.
„Verandi utan af landi þá lærði maður fljótt að aka í vetraraðstæðum og mitt besta ráð er að þegar maður lendir í mikilli hálku að ýta mjúklega á bremsuna og þannig stýra bílnum rétta leið en alls ekki kloss bremsa. Þá er einmitt gott að vera með nóg pláss til að athafna sig og ekki ofan í næsta bíl.“
Skafið allan hringinn
Rúðuskafa er jafn mikilvæg og það að vera með virka miðstöð í bílnum og þá dugar ekki að skafa bara framrúðuna. „Það er eina vitið að skafa allan hringinn og ljósin líka áður en lagt er af stað. Einnig mæli ég með því að tjöruþvo dekkin af og til yfir veturinn og ef á að fara lengri leiðir að skoða veður og færð áður en lagt er af stað.“