Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 01.12.2024

Verum viss um að þeir virki!

Dagur reykskynjarans er 1. desember. Dagur sem við hvetjum alla til prófa reykskynjarar heimilisins þar sem þeir geta öllu breytt ef kviknar í.

Á hverju ári bjarga reykskynjarar lífi fólks.

Hvað er gott að hafa í huga og vita af?

  • Einn reykskynjari á að vera í hverju rými.
  • Reykskynjari á að vera í lofti sem næst miðju en ekki nær vegg eða ljósi en 30 sm.
  • Prófa þarf reykskynjara a.m.k. einu sinni á ári.
  • Ef reykskynjari hefur 9 vatta rafhlöðu þá þarf að skipta um hana árlega.
  • Til eru samtengjanlegir reykskynjara sem fara allir af stað ef einn fær boð sem er mikilvægt í stærri húsum.
  • Til eru reykskynjara með 10 ára rafhlöðu en að þeim tíma loknum er skynjaranum hent.
  • Líftími reykskynjara er 10 ár.

Viðskiptavinir okkar fá allt að 20% afslátt af reykskynjurum hjá frábærum samstarfsaðilum okkar Eldvarnamiðstöðinni, Vöruhúsi og Bláberg í gegnum VÍS appið.

Nýtt efni kom frá Húsnæðis og mannvirkjastofnun á degi reykskynjarans í ár sem gaman er að kíkja á.