Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 09.07.2024

Þarftu að uppfæra kreditkortaupplýsingar?

Nýverið skipti VÍS um þjónustuaðila sem sér um greiðslumiðlun kreditkorta.

Við breytinguna urðu þær ófyrirséðu afleiðingar að viðskiptavinir, sem ekki hafa nýlega uppfært kreditkortaupplýsingar sínar og staðfest þær samkvæmt nýjustu öryggisstöðlum, færðust ekki sjálfkrafa inn í nýju greiðslumiðlunina. Varð það til þess að ekki var hægt að skuldfæra kortin og þessir viðskiptavinir fengu sms skilaboð frá okkur um að skuldfærsla hafi ekki tekist.

Við biðjum þá viðskiptavini sem fengu þessi skilaboð um að skrá sig inn á vis.is og uppfæra kreditkortaupplýsingar sínar svo skuldfærsla geti haldið áfram. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum og þökkum skjót viðbrögð.

Hvernig á að uppfæra kreditkortaupplýsingarnar?

  1. Viðskiptavinur skráir sig inn með rafrænum skilríkjum á vis.is
  2. Velur Stillingar og þar undir Greiðsluupplýsingar.
  3. Hakar í Skrá kreditkortaupplýsingar og smellir á Vista.
  4. Kreditkortið er nú skráð undir Greiðsluleið.
  5. Til að tryggja örugg kortaviðskipti þarf viðskiptavinur að fylgja kröfum síns viðskiptabanka og staðfesta kortið með rafrænum skilríkjum eða í gegnum bankaapp.

Í þeim tilfellum þar sem viðskiptavinur getur ekki staðfest kortið með rafrænum skilríkjum eða í gegnum smáforrit/app viðskiptabanka er ekki hægt að greiða tryggingar hjá VÍS með kreditkorti. Í kjölfarið stofnast krafa í heimabanka.