Stikaðar gönguleiðir öruggari
Veðrið er það sem oftast hefur áhrif á gönguferðir.
Með réttum búnaði og þekkingu er mun meiri líkur á að allt gangi vel og allir séu sáttir í lok göngu. Það á líka við þó eigi bara að fara í stutta dagsferð og stuttur gátlisti minnkar líkur á að eitthvað gleymist 😉
- Stikaðar leiðir eru öruggari
- Kynna sér staðhætti gönguleiðar
- Láta vita af ferðum sínum og hafa traustan ferðafélaga
- Skoða veðurspár
- Góðir gönguskór, -sokkar og -stafir
- Fleira en eitt lag af fatnaði
- Vind- og vatnsheld skel
- Húfa og vettlingar
- Vatnsbrúsi
- Orkuríkt nesti
- Sólgleraugu og sólarvörn
- Fullhlaðinn sími ásamt auka hleðslu
- Sjúkrabúnaður