Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 20.08.2024

Skólar að hefjast á ný

Það er alltaf gott að minna ökumenn á að hafa varann á þegar skólar byrja á ný eftir sumarfrí og þá sér í lagi í nánd við skólana sjálfa.

Margir nýliðar eru að stíga sín fyrstu skref í sinni grunnskólagöngu og á eigin vegum í umferðinni þó margir fái fylgd foreldra. Mikilvægast er að virða hámarkshraðann og hafa alla athygli við aksturinn. Muna að það er alls ekki víst að börnin séu með allan hugann við umferðina og  alls ekki víst að þau bregðist við eins og ökumaður geri ráð fyrir.

Góð VÍS ráð fyrir ökumenn

  • Virða hámarkshraða
  • Hafa alla athygli við aksturinn
  • Tryggja að rúður séu hreinar
  • Hafa í huga að börnin geta tekið óvæntar ákvarðanir
  • Ekki eru allir í umferðinni háir í lofti þannig að bílar geta skyggt á börnin

Góð VÍS ráð fyrir foreldra

  • Fylgið yngstu börnunum a.m.k. fyrstu dagana í skólann og ræðið umferðina við þau
  • Farið yfir með þeim hver öruggasta leiðin er í skólann
  • Segið þeim frá hættum á bílastæðum skólans
  • Farið yfir hvað notkun síma tekur mikla athygli frá umferðinni
  • Tryggið sýnileika þeirra með endurskini
  • Verið viss um að rétt stilltur hjálmur sé til staðar ef farið er á hjóli eða rafhlaupahjóli og vetrardekk komin undir áður en hálka og snjór mætir.

Ef viðskiptavinum okkar vantar endurskin á börnin eða sig þá er þau að nálgast á skrifstofum okkar eða í VÍS appinu.