Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 19.09.2024

VÍS býður hunda sérstaklega velkomna í heimsókn

„Okkur langar að fá bestu vinina í heimsókn inn til okkar" - segir Ingibjörg Ásdís framkvæmdastjóri sölu og þjónustu.  

Við elskum hunda og bjóðum þá sérstaklega velkomna á allar þjónustuskrifstofur okkar um land allt. Mannfólkinu er boðið upp á kaffi og súkkulaði en besti vinurinn er leystur út með nammi og leikfangi til að taka með heim.

„Okkur langar að fá bestu vinina í heimsókn inn til okkar í stað þess að þeir séu látnir bíða fyrir utan. Við erum eitt af þeim fyrirtækjum þar sem hundar eru hluti af viðskiptavinahóp okkar og þeir verða alltaf velkomnir til okkar. Ég er sjálf mjög mikil hundakona og það verður gaman að fá að heilsa upp á alla ferfætlingana og eigendur þeirra sem koma í heimsókn. Ég veit líka að það mun vekja mikla forvitni heima fyrir þegar Grímur og Emmi, frönsku bolabítarnir mínir, taka á móti mér eftir vinnu og finna lyktina af öðrum loðnum viðskiptavinum VÍS“ segir Ingibjörg Ásdís framkvæmdastjóri sölu og þjónustu.  

Ábyrgð hundaeiganda

Við viljum biðja eigendur hunda sem koma í heimsókn að virða annað fólk á skrifstofunni, t.d. ef einhver tilkynnir ofnæmi eða líður illa í kringum þá, vera með ól á þeim allan tímann og vera viðbúin að þrífa upp ef „slysin“ gerast.

Ingibjörg Ásdís, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu