Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 13.06.2024

Hlöðum örugglega

Margir nota rafhlaupahjól til að komast frá A til B og hlaða þau heima fyrir.

Mikilvægt er að hleðsla þeirra sé eins örugg og hægt er en alvarlegir brunar hafa orðið við hleðslu þeirra. Því er gott að hafa eftirfarandi í huga þegar þarf að hlaða:

  • Hafa reykskynjara í rýminu þar sem hlaðið er.
  • Hlaða ekki ef enginn er vakandi eða heima.
  • Ekki hlaða hjólið við flóttaleið.
  • Ekki hlaða ef rafhlaða er skemmd.
  • Vera með rétt hleðslutæki.
  • Ekki nota laskað hleðslutæki.
  • Hafa hleðslutækið sjálft á hörðu undirlagi.
  • Hafa eldsmat ekki nærri hjóli eða hleðslutæki í hleðslu.
  • Yfirgefa rými ef kviknar í og hringja í 112.