Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 09.10.2024

Góð dekk mikilvæg í vetrarakstri

Þar sem að sumarið sem ekki kom er búið er eina vitið að kanna hvort dekkin séu ekki örugglega í lagi fyrir veturinn.

Akstur á lélegum dekkjum í hálku og snjó hefur gríðarleg áhrif á umferðaröryggi. Pening sem varið er í góð dekk er ávallt skynsöm fjárfesting.

  • Ef bíllinn er á heilsársdekkjum verður mynstursdýpt þeirra að vera a.m.k. 3 mm.
  • Pantaðu tíma í dekkjaskipti ef bíllinn er á sumardekkjum.
  • Hreinsaðu dekkin með dekkjahreinsi.
  • Tékkaðu á loftþrýstingi dekkja ef bíllinn lætur þig ekki vita.

Ef þú þarft að kaupa ný dekk þá hvetjum við þig til að kíkja á afslætti hjá samstarfsaðilum okkar í VÍS appinu.