Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 19.12.2024

Gleðilega og örugga hátíð

Desember er tími ljóss, samveru og anna. Ánægjulegt er að sjá hvað brunum á heimilum hefur fækkað síðustu ár en enn eru þeir þó flestir í desember.

Verum örugg um hátíðarnar

Gleymum því ekki eldvörnunum og verum viss um að allt sé í góðu hvað þær snertir.

  • Virkir reykskynjarar í öllum rýmum.
  • Reykskynjarar ekki eldri en 10 ára.
  • 9 volta rafhlöðum í reykskynjurum skipt út árlega.  
  • Eldvarnarteppi á sýnilegum stað í eldhúsi.
  • Slökkvitæki á sýnilegum stað nærri flóttaleið.
  • Passað upp á háttatíma kerta ef ledkerti eru ekki notuð.

Ef þig vantar góða hugmynd að jólagjöf þá eru öryggisvörur tilvaldar, þær sýna ást og umhyggju og í VÍS appinu finna viðskiptavinir okkar afslátt af mörgum þeirra.  

Við óskum þér og þínum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.