Enn auðveldara að tryggja sig
Síðustu misseri höfum við unnið að því að gera það einfaldara fyrir fólk að tryggja sig á vis.is.
Síðustu misseri höfum við unnið að því að gera það einfaldara fyrir fólk að tryggja sig á vis.is. Núna er hægt að sjá strax hvað kostar að tryggja fjölskylduna, heimilið eða bílinn og klára allt ferlið á vefnum okkar.
Hægt að sjá verðið strax
„Í dag er orðið sjálfsagt að vita strax hvað hlutirnir kosta án þess að þurfa aðstoð frá starfsfólki. Það á heldur ekki að vera flóknara að kaupa tryggingar en að kaupa flugmiða eða föt á netinu. Það er bara krafa nútímans,“ segir Hafsteinn Esekíel Hafsteinsson forstöðumaður einstaklingsviðskipta um ástæðu þess að við einfölduðum ferlið við að kaupa tryggingar.
Einfalt og þægilegt
„Að skoða og kaupa tryggingar er ekkert endilega það skemmtilegasta eða einfaldasta í heimi en við erum að breyta því. Sem dæmi reynum við eftir fremsta megni að segja hlutina á mannamáli í stað flókinna tryggingahugtaka og vera með stuttar útskýringar þegar þess þarf. Ferlið er líka myndrænt sem gefur þessu skemmtilegan karakter. Ánægja viðskiptavina er að aukast og er þetta hluti af ástæðunni ásamt allri þeirri góðu þjónustu sem við veitum á hverjum degi,“ segir Hafsteinn enn fremur.
Við erum alltaf til staðar – alls staðar
„Að tryggja sig á netinu er valkostur en ekki krafa. Sumir vilja að starfsfólk okkar sjái um þetta frá A til Ö en aðrir vilja gera þetta sjálfir. Okkur hlutverk er að bjóða upp á valmöguleika sem hentar hverjum og einum. Það er líka sjálfsagt mál að aðstoða fólk sem er að tryggja sig á netinu en hefur einhverjar spurningar eða vill fá yfirferð áður en kaupin eru staðfest. Við erum alltaf til staðar óháð hvaða leið fólk velur,“ segir Hafsteinn að lokum.