Á að skella sér í ferðalag?
Stærsta ferðahelgi ársins er handan við hornið og vonandi verður æðislegt veður og góð stemning í kortunum.
Það er alltaf gott að vera vel undirbúin fyrir ferðalagið og spá í öryggið áður en lagt er af stað.
Nokkur góð VÍS ráð:
- Skiljum vel við heimilið.
- Skoðum veðurspá og höfum búnað og ferðaplön í takt við hana.
- Tökum með skjólgóðan og hlýjan utanyfirfatnað og góða skó.
- Ef farið er í göngu er gott að láta einhvern vita um fyrirhugaða leið, velja stikaðar leiðir og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað.
- Ökum á löglegum hraða og notum ávallt öryggisbelti.
- Gætum þess að ökumaður sé úthvíldur, allsgáður og með athyglina við aksturinn.
- Höfum gott bil á milli bíla og tryggjum góða sýn þegar er bakkað.