Fréttasafn | 17.03.2023
Úthlutað úr Nýsköpunarsjóði VÍS
Fjölmargar umsóknir bárust Nýsköpunarsjóði okkar fyrir árið 2023 en úthlutað var úr sjóðnum 16. mars. Öllum umsækjendum hefur verið svarað en eftirfarandi verkefni fengu styrk.
- Lífið eftir makamissi - Rafrænt níu tíma námskeið þar sem markmiðið er að hjálpa einstaklingi að átta sig á hvað gerist innra með honum þegar hann missir maka, leiða hann í gegnum úrvinnslu sorgar með fræðslu, verkefnum og núvitund.
- SoGreen - Undirbúningur fyrir vottun kolefniseininga þar sem markmiðið er að framleiða vottaðar kolefniseiningar sem verða nýttar í samstarfi við leiðandi hjálparsamtök í lágtekjuríkjum til að tryggja stúlkum menntun og á sama tíma leiða til verulegs samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda.
- Týndu stelpurnar - Alhliða verkfærakista fyrir verkefnið Sara stelpa með ADHD sem samanstendur af barnabók, fræðsluvef fyrir fullorðna, gagnvirkum krakkavef, fræðsluerindum og styrkleikamiðuðum leikjanámskeiðum fyrir stelpur með ADHD (eða grun um ADHD).