Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 14.11.2023

Öryggis- og forvarnanámskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja

Í fyrirtækjaþjónustu VÍS er lögð áhersla á að efla öryggisstjórnun og forvarnir fyrirtækja. Á hverju ári er haldin forvarnaráðstefna VÍS og nú er námskeiðslínu í öryggisstjórnun og forvörnum nýlokið. Stjórnendum fyrirtækja sem eru með forvarnasamning við VÍS var boðið að sækja námskeiðslínuna.

Lovísa Ólafsdóttir, sérfræðingur í forvörnum fyrirtækja hjá VÍS.

Námskeiðslínan var m. a. unnin í samvinnu við Vinnueftirlitið (VER)​ og voru námskeiðin fjögur talsins og haldin bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Tíu fyrirlesarar komu fram á námskeiðunum og fluttu þeir erindi um öryggismál fyrirtækja og forvarnir út frá ýmsum sjónarhornum. Einnig fluttu starfsmenn Sensa, Icelandair, Sorpu og Kópavogsbæ forvarnahugvekjur og veittu þátttakendum innsýn í stjórnun öryggismála og forvarna á sínum vinnustað.

Þátttakendur á námskeiðunum komu frá tæplega 40 fyrirtækjum og hefur námskeiðslínan fengið frábæra endurgjöf.

  • Guðbrandur Guðmundsson, öryggisstjóri Steypustöðvarinnar:
    „Öryggis og forvarnanámskeiðslínan hjá VÍS var gott og þarft framtak sem var mér bæði til gangs og ánægju. Þegar VÍS endurtekur þessi námskeið mæli ég sterklega með þeim fyrir alla sem áhuga hafa á öryggismálum og forvörnum.“ 
  • Helga Jónína Guðmundsdóttir, deildarstjóri Kaupfélag Skagfirðinga:
    „Virkilega faglega staðið að námskeiðslínunni og til fyrirmyndar, bæði hvað varðar erindin og skipulagið, en erindin voru mörg hver mjög fróðleg. Að auki voru námskeiðin góður vettvangur fyrir framþróun í þessum málaflokki þar sem þátttakendur voru líka virkir í að miðla reynslu og þekkingu. VÍS fær mikið hrós frá mér og þakkir fyrir að leggja mikið af mörkum til að efla forvarnir og öryggismenningu meðal fyrirtækja.“  
  • Hrönn Brynjarsdóttir, gæða,- umhverfis og öryggisstjóri og Gauti Þór Grétarsson verkefnastjóri öryggismála Norðurorku:
    „Á Öryggis og forvarnanámskeiðslínunni hjá VÍS voru margir fræðandi og skemmtilegir fyrirlestrar sem munu vafalaust koma sér vel fyrir okkur hjá Norðurorku í komandi verkefnum og vinnu. Takk kærlega fyrir okkur og til hamingju með flott framtak sem þessi námskeið eru.“