Fæðingargjöf
Við vitum að það er fátt sem breytir lífi viðskiptavina okkar eins mikið og koma nýs barns. Þetta nýja líf hefur í för með sér nýjar tilfinningar, falleg augnablik og áskoranir.

Á þessum tímamótum gefum við viðskiptavinum, sem eru í silfur, gull eða demantshópi í vildarkerfinu okkar, vandaðan barnabílspegil með innbyggðu LED ljósi.
Viðskiptavinir fá tilkynningu í gegnum VÍS appið þegar þeir geta sótt gjöfina.