VÍS fær viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti
Við erum stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti. Að auki hlutum við nafnbótina fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.
Nýlega voru 15 fyrirtækjum veitt viðurkenning fyrir góða stjórnarhætti og við erum auðvitað stolt að tilheyra þessum flotta hópi — en Stjórnvísir, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland standa að viðurkenningunni.
Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg fyrir tæpum áratug síðan. Með tilkomu þess var ætlunin að bæta stjórnarhætti fyrirtækja á Íslandi og auka eftirfylgni stjórna þeirra við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti.
Fyrirtækin sem hljóta þessa eftirsóttu nafnbót að þessu sinni eru:
- Arion banki hf.
- Eik fasteignafélag hf.
- Íslandsbanki hf.
- Íslandssjóðir hf.
- Kvika hf.
- Landsbankinn hf.
- Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
- Mannvit hf.
- Reginn hf.
- Reiknistofa bankanna hf.
- Reitir hf.
- Stefnir hf.
- Vátryggingafélag Íslands hf.
- Vörður hf.
- Ölgerðin Egill Skallagríms hf.