Öryggi slær í gegn!
Ljóst er að herferðin okkar um öryggisvörur hefur slegið í gegn því víða eru slíkar vörur uppseldar.
Í auglýsingunni fer Ingvar E. Sigurðsson, leikari, á kostum þar sem hann flakkar á milli veislna og gefur fallegar öryggisvörur. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á úrvali fallegra öryggisvara sem gaman er að gefa — og gaman er að hafa til sýnis. Þessi mikilvægu tæki gera nefnilega lítið gagn ofan í skúffu. Við viljum nefnilega láta öryggið passa.
Auglýsingin hefur greinilega hitt í mark því þessar vörur eru víða uppseldar. Hægt er að fá fallegar öryggisvörur hjá Fakó og hjá vefverslun Krabbameinsfélagsins
Ingibjörg Reynisdóttir, innkaupastjóri hjá Fakó, segir að margir viðskiptavinir þeirra nefna auglýsinguna og vilja gjarnan gefa gjafir sem skiptir máli. ,,Við sjáum það vel hjá okkur hversu vel hefur tekist til hjá VÍS með herferðina. Pantanir hafa stóraukist og mikið af viðskiptavinum okkar vísa í auglýsinguna. Fólk er að átta sig á mikilvægi þess að kaupa fallega hannaðar öryggisvörur og hafa þær aðgengilegar. Því gaman sé að hafa slíkar vörur sýnilegar og auðvitað skiptir öllu máli að tækin séu til staðar ef það kviknar í. Þá skiptir hver sekúnda miklu máli."
Við erum auðvitað hjartanlega sammála og hvetjum alla til þess að láta öryggi passa.