VÍS hlýtur Jafnvægisvog FKA
Við erum stolt af því að hafa hlotið Jafnvægisvog Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) í þriðja sinn á dögunum.
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni FKA en viðurkenninguna hljóta þau fyrirtæki sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsa lagi stjórnunar. Við erum því gríðarlega stolt af því að hafa hlotið viðurkenninguna þrisvar.
Við styðjum heimsmarkmið fimm sem fjallar um jafnrétti kynjanna og því leggjum við mikla áherslu á málaflokkinn. Við erum því einnig stolt af því að hafa náð að útrýma launamun kynjanna á árinu 2021. „Allt frá því að við settum jafnréttismálin á oddinn fyrir tæpum 20 árum hefur hver áfangasigurinn unnist" segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. „Við vorum í hópi þeirra fyrirtækja sem fyrst fengu jafnlaunavottun fyrir fjórum árum eða í lok árs 2017 ─ og í samræmi við vottunina hefur launamunur verið óverulegur og innan viðmiðunarmarka. Nú höfum við náð þeim mikilvæga áfanga að ekki mælist launamunur hjá félaginu. Þetta er afrakstur margra ára ásetnings um að útrýma launamun kynjanna. Ég er því mjög stoltur af þessum áfanga" sagði Helgi að lokum.