Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 20.10.2021

Ingibjörg Ásdís nýr markaðsstjóri VÍS

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sölu- og markaðsstjóra VÍS. 

Ingibjörg Ásdís hefur víðtæka reynslu þekkingu á sölu, þjónustustjórnun og þjónustuupplifun

Ingibjörg Ásdís hefur viðamikla þekkingu á sölu, þjónustustjórnun og þjónustuupplifun. Hún hefur undanfarin ár starfað sem forstöðumaður þjónustu og notendaupplifana hjá Icelandair ─ en þar hefur hún starfað síðan 2004 eða síðustu 17 ár. Ingibjörg hefur víðtæka reynslu af fjölbreyttum verkefnum hjá Icelandair ─ og hefur tekið þátt í að leiða flugfélagið í gegnum víðtækar breytingar. Fyrst í starfi sínu sem forstöðumaður Icelandair Saga Club, stærsta tryggðarkerfis á Íslandi, og nú síðast sem forstöðumaður þjónustu og notendaupplifana. Hún hefur unnið þvert á fyrirtækið þar sem áherslan var ávallt að setja viðskiptavininn í fyrsta sæti. Ingibjörg hefur einnig starfað sem svæðisstjóri Icelandair þar sem hún bar ábyrgð á sölu og markaðsstarfi hér á landi.  

Ingibjörg kennir námskeiðið „Leiðtogi í þjónustu og upplifunum“ hjá Akademias þar sem kastljósinu er beint að þjónustustjórnun og þjónustuupplifunum. Ingibjörg er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla.  

Ingibjörg Ásdís hefur störf hjá VÍS um miðjan nóvember. 

 

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri VÍS: 

„Framtíðarsýn VÍS er að verða stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka og fækkar tjónum. Áherslur félagsins hafa verið mótaðar fyrir næstu misseri og snúa meðal annars að því að bæta upplifun viðskiptavina. Ég tel mig hafa þá þekkingu og reynslu til þess að það verði að veruleika. Ég hlakka virkilega til að hefja störf hjá VÍS.“ 

 

Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri Stafrænnar þróunar hjá VÍS 

„Ingibjörg Ásdís kemur til okkar með frábæra reynslu og þekkingu sem ég er ekki í nokkrum vafa um að eigi eftir að styrkja okkur enn frekar í þeim verkefnum sem framundan eru. Hún er öflugur og kraftmikill leiðtogi sem ég hlakka mikið til að starfa með.”