Einfaldlega betri trygging!
Nýlega kynntum við til sögunnar nýjar og stórbættar líf- og sjúkdómatryggingar.
Við erum stolt af því að hafa kynnt nýlega nýtt og stórbætt kaupferli líf- og sjúkdómatrygginga. Þetta er stafrænt ferli frá upphafi til enda ─ þar sem upplifun viðskiptavina og sjálfvirkni leika aðalhlutverk. Nú er hægt er að ganga frá kaupunum á örfáum mínútum.
Ertu með líf-og sjúkdómatryggingu? Ef ekki, er ekki bara kjörið að græja það? Smelltu hér til þess að ganga frá málinu.
Af hverju líf-og sjúkdómatryggja sig hjá VÍS?
- Við bjóðum upp á hæsta hámarksaldur líftryggingar, til 75 ára aldurs.
- Við bjóðum upp á hæstu hækkun tryggingarfjárhæðar ef fjölskyldan stækkar, án þess að þú þurfir að fara í gegnum sérstakt mat.
- Við erum með hæstu dánarbætur barna, tvær milljónir.
- Sjúkdómatrygging er með fimm flokka sem bætt er úr í stað fjögurra.
- Við erum eina tryggingafélagið sem borgar bætur á fyrri stigum krabbameins.
- Við bjóðum upp á fría tíma hjá sálfræðingi í kjölfar bóta úr sjúkdómatryggingu.
- Það tekur mjög skamman tíma að sækja um trygginguna hjá okkur á netinu.