VÍS er fyrirmyndarfyrirtæki
Við erum stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og nafnbótina ,,Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“ ─ en nýlega veittu Stjórnvísir, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland stjórnum 17 fyrirtækja viðurkenninguna og nafnbótina.
Markmið verkefnisins er að bæta stjórnarhætti fyrirtækja á Íslandi og auka eftirfylgni við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórna og stjórnenda sinna. Einnig er könnuð fylgni við leiðbeiningarnar, almennar reglur og lög sem gilda um starf stjórna.
Fyrirtækin sem hljóta þessa eftirsóttu nafnbót eru:
- Arion banki hf.
- Eik fasteignafélag hf.
- Íslandsbanki hf.
- Íslandssjóðir hf.
- Kvika hf.
- Landsbankinn hf.
- Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
- Mannvit hf.
- Reginn hf.
- Reiknistofa bankanna hf.
- Reitir hf.
- Stefnir hf.
- Sýn hf.
- Tryggingamiðstöðin hf.
- Vátryggingafélag Íslands hf.
- Vörður hf.
- Ölgerðin Egill Skallagríms hf.